

Bowen Vatnanámskeið
Bowen meðferðarvinna unninn í vatni.
Við erum stolt að kynna nýstárlegt , stutt, námskeið þar sem þið lærið og þjálfið ykkur í að beita Bowen-meðferðinni í vatni. Þetta er einstakt tækifæri til að dýpka þekkingu ykkar og færni með því að nýta mátt vatnsins sem stuðning við áhrifaríka meðferð.
Við höfum mikla reynslu af vatnameðferð, meðal annars með þróun og kennslu vatnavinnu og meðferðarprógramma í Bláa Lóninu á vegum UI stofnunarinnar á árunum 2001–2009.
Anna, sem tók þátt í þessum námskeiðum og starfaði sem meðferðaraðili í meðferðarprógrömmum Bláa Lónsins, býr yfir víðtækri innsýn og færni sem hún miðlar áfram á þessu námskeiði.
Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem hafa þegar lært Bowen-meðferðina og vilja þróa hana enn frekar með því að tileinka sér aðferðir til að framkvæma hana í vatni. Þetta er einstakt tækifæri til að læra nýja nálgun sem getur gjörbreytt meðferðarupplifuninni fyrir bæði þig og skjólstæðinga þína.
Hvernig væri að taka þátt í þessu námskeiði og uppgötva hvernig sameining Bowen-meðferðar og vatns getur aukið áhrifamátt þinn sem meðferðaraðili? Skráðu þig í dag og taktu næsta skref á ferðalagi þínu sem fagmanneskja!
Tvær dagsetningar verða í boði annars vegar 11.janúar 2025 og hins vegar 25.janúar 2025. Ef næg þátttaka fæst. Þáttaka er takmörkuð við 12 manns á námskeiði.
Tímasetningar , mæting er klukkan 12 og verðum við að til kl 15:30.
Námskeiðin fara fram í innisundlaug hér á höfuðborgarsvæðinu.
Þáttökugjald á námskeiðið er krónur 17.500.-
Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur, vinsamlega sendið póst á birgir@‼birgirh.is., Frekari upplýsingar í síma 899-8422 (Birgir)